HEIM



                 










Í tygjum við tyggjó
Chewing on the Matter of Gum



2019
Kjarvalsstaðir  

Tyggigúmmí er hversdagsleg neysluvara sem víða má nálgast. Þessi smáa vara þykir sjálfsagður hlutur í samfélaginu en innihald hennar er flestum hulið. Tyggjó eins og við þekkjum það í dag er flókið fyrirbæri en það inniheldur rúmlega 30.000 mismunandi efni og uppistaða þess eru plastefni. Við tyggjum tyggjó í nokkrar mínútur en að baki liggur langt framleiðsluferli og eftir neyslu okkar bíður þess enn lengra framhaldslíf sem óhreinindi eða rusl. Samtals tyggjum við mannfólkið um hundrað þúsund tonn af tyggjói á ári. En hvar er allt tyggjóið sem tuggið hefur verið og hvar á það að vera?

Í tygjum við tyggjó er verkefni sem leitaðist bjartsýnt að lausnum í því að hvernig mætti viðhalda eða réttlæta neyslu á tyggjói. Verkefnið leitaði að mögulegum leiðum fyrir fólk að losa sig við tyggjó eftir notkun, þar sem að henda því í almennan úrgang er hvað minnst vistvæna leiðin. Ein niðurstaða verkefnisins lét í ljós að hægt væri að aðlaga efnið svo það gæti verið notað sem endurunnið plast og þá nothæft til að framleiða aðrar vörur. Með frekari rannsóknum varð það æljósara að erfitt var að réttlæta neyslu á tyggjó almennt, hvað umhverfisáhrif varðar. Niðurstaðan af verkefninu var að leggja áherslu á neysluhegðun, þar sem tyggjó táknaði allskonar einnota vörur sem við jarðarbúar þurfum að endurskoða notkun á. Í því skyni var fræðsla um lífshlaup tyggjós að megináherslu verkefnisins.


Útskriftarverkefni  Írisar Indriðadóttur, vöruhönnun Listaháskóli Íslands

























Chewing gum is an everyday consumable, accessible to all. We might take this tiny product for granted but what it contains is a mystery to most people. Gum as we know it today is a complex phenomenon, containing over 30,000 different substances but it’s principal ingredient is plastic. Whilst it takes but a few minutes to chew a piece of gum, it is the product of a long manufacturing process. Once we have finished chewing, the gum will have a considerably longer afterlife as dirt or rubbish. We humans chew around one hundred thousand tons of gum every year. But where is all the gum that has already been chewed — and where should it be?  

Chewing on the matter of gum is a project that optimistically looks for solutions in trying to sustain or justify the consumption of chewing gum. The project searched for the best possible ways to dispose of gum after use, where throwing it in the general waste was one of the least sustainable options. The outcome involved manipulating the material so that it could be used as plastic for making other products. With more research, it became clear that justifying the consumption of chewing gum, in regards to environmental impact, was extremely difficult. The conclusion of the project focused mainly on consumption behavior, where chewing gum represented all kinds of single use products that we desperately need to rethink the use of. In that case, education on the lifecycle of products, became the primary goal and the project’s focus shifted to informing people about consequences of single use product consumption with chewing gum as an example.

Graduation project of  Íris Indriðadóttir,  Product Design, Art University of Iceland