HEIM
Æðardúnssæng frá Skálanesi
Eider down duvet from Skálanes
2023-2024
Hér sjáið þið sængur fullar af æðardúni sem við tíndum sumarið 2023, með æðardrottningunni; Sigrúnu Ólafsdóttur. Sigrún og Pétur hafa verið æðarbændur á Skálanesi í 20 ár og á undan því, verið viðloðin æðarrækt í marga áratugi og þekkja því æðardún ansi vel. Það er unaður að vera í varpinu með Sigrúnu, sem þekkir kollurnar eins og systur sínar, og sýnir þeim mikla hlýju og umhyggju. Við erum heppnar og þakklátar að fá að vinna með og læra af Sigrúnu og Pétri á sumrin í Skálanesi.
Fylling: 600 gr af 100% íslenskum æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði.
Ver: Utan um dúninn hvílir fínofið 100% bómullarver, meðfram kanti er satínborði. Efnið er framleitt af Hefel í Austurríki og vottað af Oeko-Tex® standard 100 staðlinum.
Skálanes er sjálfstætt náttúruverndarsvæði staðsett á 1250 hektara friðlandi í sunnanverðum Seyðisfirði, við austurströnd Íslands. Á Skálanesi er að finna vistkerfi og dýrategundir í bland við búsetusögu og fornleifar sem spanna um 1100 ár. Þar eru mikilvæg búsvæði hreindýrahjarða, heimskautarefs og yfir 47 tegunda fugla, þar á meðal æðarfuglsins.
Æðarkollan verpir á fjölbreyttum svæðum á Skálanesi. Fuglinn kemur sér fyrir á klettasyllum, á grasbölum, í hvönn og sinu, undir grenitrjám, í melgresi, í víðirunnum, við tjarnir og sprænur, í mólendi og lúpínubreiðum. Á Skálanesi er bæði að finna svæði þar sem tugir æðarfugla verpa á sama bletti og svæði þar sem tugir metra eru á milli einstaka hreiðra.
Stærð varplands: 26,5 hektarar.
Hnit: 65° 17' 39.33" N, 13° 42' 17.11" W
Fjöldi æðarkolla sem verptu á Skálanesi árið 2023 voru 934.
Þessi æðardúnssæng er hönnuð með það í huga að hún endist sem lengst, sé eftirfarandi upplýsingum fylgt. Ráðlagt er að halda miðanum á sænginni til þess að tryggja endingu hennar.
Ráð til endingar:
1. Best er að hrista sængina að morgni svo dúnn setjist ekki til í sænginni. Þannig fær dúnninn nægilegt rými til að anda vel og halda formi sínu.
2. Gott er að snúa sænginni reglulega við, þannig að miðinn snúi til skiptis að höfði og til fóta. Með því að nota hana jafnt frá báðum endum dreifist álagið betur á sængina.
3. Liggja skal undir sænginni, ekki ofan á henni.
4. Viðra skal sængina. Sólríkir sumardagar eru góðir fyrir dúninn til að lyfta sér og anda, hitinn frá sólinni minnkar raka og dregur úr lykt. Froststillur eru frískandi og geta verið bakteríudrepandi.
5. Ekki er mælt með að þvo sængina í þvottavél nema þurfa þykir. Ef til þess kemur er mælt með að setja hana á 30° viðkvæman þvott með auka skolun, þar næst skal setja hana í þurrkara og taka hana út við og við og hrista.
Þau sem koma að verkefninu
Æðarbændur: Íris Indriðadóttir, Pétur Jónsson, Signý Jónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Hreinsun æðardúns: RR dúnhreinsun ehf.
Handverk: Helga Björk Jónsdóttir.
Hönnun: Erindrekar.
Dúnmatsmaður: Björgvin Björgvinsson
Áhugasöm um að eignast æðardúnssæng frá Skálanesi geta haft samband á erindrekar@gmail.com.
Here you see duvets filled with eiderdown that we harvested in the summer of 2023, with the eider queen herself, Sigrún Ólafsdóttir. Sigrún and Pétur have been eider farmers at Skálanes for 20 years and before that, engaged in eider farming for many decades, so they know eider down pretty well. It's a Wonderful experience to harvest down with Sigrún, who knows the eider birds like her own sisters and treats them with great warmth and care. We are fortunate and grateful to work with, and learn from Sigrún and Pétur during summers at Skálanes.
Fill: 600 gr. of 100% Icelandic eiderdown from Skálanes, Seyðisfjörður.
Cover: Finely woven 100% cotton fabric, with a satin pipe. The material is produced by Hefel in Austria and is certified by the Oeko-Tex® standard 100.
Skálanes is an independent nature reserve, located on a 1250-hectare conservation area in the southern part of Seyðisfjörður, on the east coast of Iceland. At Skálanes, ecosystems and species coexist with settlement history and artifacts spanning approximately 1100 years. The area is an important habitat for reindeer herds, the Arctic fox, and over 47 bird species, including the Common Eider.
The female eider nests in diverse areas at Skálanes during the nesting season. Nests can be found on cliffs, on grassy knolls, under the spruce trees, inside bushes, around the ponds and springs, in the marshes and on the lupine fields. Eiders are colonial nesters, in some cases, dozens of birds nest close to each other, while in others, they nest separately, with several meters apart.
Nesting area: 26.5 hectares.
Coordinates: 65° 17' 39.33" N, 13° 42' 17.11" W
Number of eiders that nested in Skálanes in 2023 were 934.
This eiderdown duvet is designed to have a long lifespan, provided the suggested guidelines are followed. It's recommended to keep this label on the duvet to ensure durability.
Advice for longevity:
- It is recommended to shake the duvet in the morning so that the down can breathe and maintain its shape.
- It is recommended to regularly rotate the duvet so that the label alternates between facing the head and the feet. This helps distribute the usage of the duvet evenly from both ends, ensuring a more balanced load on the duvet over time.
- You should lie under the duvet, not on top.
- Allow the duvet to breathe by exposing it to fresh air. Sunny summer days are ideal for the down to regain air and breathe. Cold and frosty conditions can provide a refreshing antibacterial effect.
- Avoid laundering the duvet in a washing machine. If necessary, place it in a 30°delicate wash with additional rinsing. Then place it in the dryer and take it out periodically to shake it.
People involved
Eider farmers: Íris Indriðadóttir, Pétur Jónsson, Signý Jónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Cleaning process: RR dúnhreinsun ehf.
Sewed by: Helga Björk Jónsdóttir.
Design: Erindrekar.
Quality inspection: Björgvin Björgvinsson
Those interested in acquiring an eiderdown duvet from Skálanes can contact erindrekar@gmail.com.