HEIM

erindrekar









UM ERINDREKA

Erindrekar er hönnunarteymi sem vinnur að ólíkum verkefnum á sviði hönnunar og lista. Teymið samanstendur af vöruhönnuðunum Írisi Indriðadóttur og Signýju Jónsdóttur. Íris og Signý útskrifuðust með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Á undan því luku þær námi á sjónlistarbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar sem þær kynntust. Íris lauk meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2023 og Signý fjallaleiðsögunámi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu árið 2021.

Samhliða því að vinna að eigin hönnun hafa Erindrekar tekið að sér kennslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur, LungA skólanum og í Listaháskóla Íslands. Einnig hefur tvíeykið unnið með öðrum listamönnum og hönnuðum í ýmsum hönnunarverkefnum, sýningarstjórnun og verkefnastjórnun. Frá og með árinu 2022 hafa Íris og Signý sinnt og rekið æðarrækt á Skálanesi í Seyðisfirði ásamt æðarbændum Sigrúnu Ólafsdóttur og Pétri Jónssyni. Þar fara þær með 50% rekstur af starfseminni sem felur í sér að tína dún, vinna hann að hrávöru og skapa úr honum vörur.

Íris Indriðadóttir +354 8980494
Signý Jónsdóttir +354 8668290
erindrekar@gmail.com
ABOUT  US

Erindrekar is a design duo working on various projects in the field of art and design. The duo consists of the product designers Íris Indriðadóttir and Signý Jónsdóttir. Íris and Signý graduated with a B.A degree in product design from the Art University of Iceland in 2019, prior that, they studied visual arts at the Reykjavík School of Visual Arts, where they first met. Íris completed a Master’s degree in Environment and Natural Resources from the University of Iceland in 2023. Signý completed a mountaineering degree from Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu in 2021.

In addition to their own design, Erindrekar has taken on projects in teaching at the Reykjavík School of Visual Arts, The LungA School, and the Art University of Iceland. The duo has collaborated with other artists and designers in various design projects, project management, and curating. Since 2022, Íris and Signý have been running an eider farm in Skálanes, Seyðisfjörður on the eastern coast of Iceland along with Sigrún Ólafsdóttir and Pétur Jónsson, eider farmers. There, they harvest the down, process it into raw material and create products.