HEIM



                 








Annarsflokks
Gæða
Æðardúnn
Secondary Quality Eider Down



2023-2024
Ásmundarsalur 
Heima 

Annarsflokks gæða æðardúnn er hönnunar- og rannsóknarverkefni á æðardúni sem telst ekki söluhæfur, og möguleikunum sem í honum felast. Slíkur dúnn er ekki alls ónýtur, hann hefur marga af kostum fyrstaflokks dúns; hann er hlýr, léttur og einangrandi. Verkefnið miðar að því að hanna vörulínu sem sýnir fram á notagildi annarsflokks æðardúns sem sjálfbæran og hagkvæman kost fyrir æðarbændur og neytendur.

Æðarrækt og vinnsla á æðardúni er byggð á einstöku samlífi bónda og fugls og aldagömlum hefðum. Um fjögur tonn af fyrstaflokks æðardúni eru unninn árlega á heimsvísu en þar af koma rúmlega þrjú tonn frá íslenskum æðarbændum. Dúnmatsmenn sjá til þess að votta gæði æðardúns en aðeins er löglegt að selja fyrstaflokks vottaðan dún.

Í æðarvarpinu á Skálanesi í Seyðisfirði er að finna örtstækkandi lúpínubreiðu sem veldur því að dúnninn þaðan inniheldur örtrefjar lúpínuplöntunar, sem nást ekki úr við hreinsun. Mikið erfiðisverk er að fjarlægja þær og þar af leiðandi er slíkur dúnn flokkaður sem annarsflokks og því óseljanlegur. Lúpínudúnninn er ófyrirséð vandamál sem fleiri æðarvörp gætu þurft að kljást við, þar sem lúpínan fjölgar sér hratt.

Æðardúnn er hlýrri en allur annar dúnn og er æðarrækt sjaldgæft dæmi um samlíf manns og annarra dýra þar sem báðar tegundir hafa hagsmuna að gæta af. Kjarni verkefnisins er að upphefja efni sem oft er litið framhjá og finna því tilgang á þann hátt að hægt sé að draga úr sóun. Við viljum að verkefnið efli til samtals við æðarbændur og samfélag um annarsflokks dún, sem ekki er leyfilegt að selja í dag.


Þau sem koma að verkefninu
Sigrún Ólafsdóttir, æðarbóndi
Pétur Jónsson, æðarbóndi
Sigmundur Páll Freysteinsson, fatahönnuður
Ólöf Bóadóttir, myndlistarmaður 

Verkefnið hefur verið styrkt af
Hvatasjóði Seyðisfjarðar
Hönnunarsjóði
Fræ Tækniþróunarsjóði
Uppbyggingarsjóði Austurlands 
Listamannalaunum 
























Secondary Quality Eiderdown is a design and research project on eiderdown that is considered unsuitable for sale, and the unknown possibilities it can bring. Such down is not at all useless; it has many advantages of first class down; it is warm, light, and insulating. The project aims to design a product line that demonstrates the utility of secondary eiderdown as a sustainable and cost-effective option for eider farmers and consumers.

Eider farming and processing of eiderdown is based on a unique symbiosis between farmers and birds and ancient traditions. About four tons of eiderdown are harvested annually worldwide, with approximately three tons coming from Icelandic eider farmers. Down experts ensure the quality of eiderdown, but only first class certified down can be legally sold.

In the eider farm at Skálanes in Seyðisfjörður, a rapid spreading of the lupine plant is causing the down to contain lupine fibers that cannot be removed during the traditional cleaning process. Removing them is a challenging task, making such down classified as second class and therefore unsellable. Lupine down is an unforeseen problem that more eider farms may have to deal with, as the lupine proliferates rapidly.

Eiderdown is warmer than any other down, and eider farming is a rare example of a symbiotic relationship between humans and other animals, where both species have mutual benefits. The core of the project is to highlight a material that is often overlooked, finding it a purpose and so reducing waste. We want the project to engage with eider farmers and community.


People involved  
Sigrún Ólafsdóttir,  eider farmer
Pétur Jónsson, eider farmer
Sigmundur Páll Freysteinsson, fashion designer

This project was funded by
Hvatasjóður Seyðisfjarðar
Hönnunarsjóður
Fræ Tækniþróunarsjóður
Uppbyggingarsjóður Austurlands
Listamannalaun