HEIM





Æðardrotting
Queen Eider


2019-2022
Norrænahúsið  
Svavarssafn 

Við lærðum fyrst um æðarrækt sumarið 2019 í gegn um rannsóknar- og hönnunarverkefnið Tilraun II - Æðarrækt á vegum TOS Designers. Í því verkefni var öllum þátttakendum boðið að para sig með æðarbændum frá mismunandi stöðum á landinu. Við Erindrekar kynntumst þá æðarbóndanum Sigrúnu Ólafsdóttur á Skálanesi, í Seyðisfirði.

Einstakt samband milli æðarfuglsins og æðarbóndans heillaði okkur Erindreka frá upphafi rannsóknar. Fyrir gestum eins og okkur var það ævintýri líkast að fylgjast með þessu einstaka samlífi. Nándin á milli þessara ólíku tegunda, viltra fugla og manna, er sjaldséð í samtímanum. Þrátt fyrir ýmis konar hindranir sem æðarbændur mæta virðist þetta samkomulag, um dún í stað verndunar frá vargi, vera heilagt. Framtíð æðarfuglsins er ófyrirsjáanleg í ljósi breytinga á samfélagi, landi, sjó og loftslagi. Æðarbændur gegna því grundvallarhlutverki þegar kemur að verndun stofnsins en hefur sagan sýnt og sannað það. Við vildum nýta tækifærið og varpa ljósi á þetta óeigingjarna hlutverk sem æðarbændur sinna og tileinka landi sínu og sumrum í.

Æðardrottningin Sigrún Ólafsdóttir kenndi okkur á konungdæmi sitt og kynnti okkur fyrir villtum íbúum svæðisins. Hún krýndi okkur æðarbændur Skálaness. Að vernda æðarfuglinn, veita honum skjól og fá að verðlaunum eina verðmætustu auðlind sem hægt er að finna í náttúrunni er hlutverk sem við tókum tignarlega.

Á sýningunni í Norræna húsinu voru gripir eftir Erindreka sýndir, klæðnaður, siðir og venjur æðarbóndans, drottningarinnar.


Þau sem komu að verkefninu
Sigrún Ólafsdóttir, æðarbóndi
Pétur Jónsson, æðarbóndi
Nína Kristín Guðmundsdóttir, myndlistarmaður
Hildur Steinþórsdóttir, sýningarstjóri
Rúna Thors, sýningarstjóri

Þetta verk var partur af verkefninu Tilraun II - Æðarrækt á vegum TOS designers
















We first learned about eider farming in the summer of 2019 through the research and design project Experiment II - Eider by TOS designers. Participants were invited to pair up with eider farmers from different areas across the country. It was during this project that we met the eider farmer Sigrún Ólafsdóttir in Skálanes, Seyðisfjörður.

The unique relationship between the eider and the eider farmer touched us from the beginning of the research. It seemed like a fairytale for strangers like us to observe this extraordinary symbiosis. The strong connection between these two very different species, wild birds and humans, is rare in our world. Despite the multiple obstacles that eider farmers face, this relationship and connection seem holy to the farmers.

The future of the eider is uncertain due to changes in land, sea, climate, and the ever-growing of human habitats, which is why the eider farmer has performed an essential role in preserving the species of the eider.

Queen Eider Sigrún Ólafsdóttir of Skálanes taught us the way of her land and introduced us to its inhabitants, the beautiful eider. She shares the responsibility of the crown with us, and we accept this new role with honor. To protect the eider and keep it safe and, in turn, receive one of the most valuable natural resources found on this earth is a privilege.

At the exhibition in the Nordic House, artifacts, attire, customs, and habits of the eider farmer, the Queen Eider, were exhibited.

People involved  
Sigrún Ólafsdóttir, eider farmer
Pétur Jónsson, eider farmer
Nína Kristín Guðmundsdóttir, artist
Hildur Steinþórsdóttir, curator
Rúna Thors, curator

This piece was a part of the project Experiment - Eider by TOS designers